„Það vísar enginn nauðstöddum á dyr án þess að drepa hluta af sjálfum sér“

Hafin er undirskriftasöfnun þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að senda ekki úr landi drengina Sameer og Yazan, „sem eru 12 og 14 ára og hafa gengið í íslenskan skóla og eignast hér ástvini og upplifað frið.“ Um leið er skorað á stjórnvöld að veita palestínskum flóttamönnum sem hafa dvalið á Íslandi um árabil alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum, óskað eftir flýtimeðferð við umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt og að „sett verði í forgang að leyfa palesínskum flóttamönnum rétt til fjölskyldusameiningar svo hægt sé að veita þeim framtíð hér í öruggu skjóli.“

Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, er á meðal þeirra fjölmörgu sem deila undirskriftasöfnuninni á Facebook og ritar við:

„Við viljum ekki hafa verið fólk af því tagi sem sendir Gazabúa heim til sín – eða á götuna í Grikklandi.

Við viljum ekki hafa verið fólk af því tagi sem horfir upp á neyð annarra og dregur fyrir gluggatjöldin, slekkur á dyrabjöllunni og þykist ekki vera heima.

Við viljum ekki hafa verið fólk sem brottvísar börnum í nafni reglugerðar sem enginn vill kannast við að vera sammála.

Við viljum ekki hafa reynst svo hjartalaus, huglaus og nísk þegar á reyndi að það hafi kostað aðra líf, heilsu, reisn og hamingju. Og við myndum líka seint fyrirgefa öðrum að hafa brugðist okkur – eða „okkar líkum“ – á þann hátt, að það smættaði okkur, gerði okkur að betlandi skepnum.

Við viljum það ekki um jólin, ekki á páskum, ekki á afmælisdaginn okkar, ekki á verslunarmannahelginni – aldrei – vegna þess að þá þurfum við að lifa við það um jólin, á páskum, á afmælisdaginn okkar og alla liðlanga verslunarmannahelgina og óbragðið af skömminni fylgir manni, maður losnar aldrei við það, það smitar allt.

Um fátt er ég fullkomlega sannfærður en þetta þykist ég vita. Það vísar enginn nauðstöddum á dyr án þess að drepa hluta af sjálfum sér. Þessu verður að linna meðan enn er eitthvað eftir af okkur til þess að bjarga.“

Undirskriftasöfnunin fer fram á vefnum petitions.net.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí