40 prósent sósísalista áttu ekki fyrir jólum

Vaxandi ójöfnuður mælist meðal landsmanna í þjóðarpúlsi Gallup.

Þeim sem ekki áttu fyrir jólunum fjölgaði um ríflega helming milli ára – úr níu prósentum í fjórtán prósent. Tekjulágir og ungt fólk er í mestu vandræðum.

Ef svörin eru greind eftir stjórnmálaskoðunum þeirra sem svöruðu kemur á daginn að 40 þrósent þeirra sem styðja Sósíalistaflokkinn áttu ekki fyrir jólum. Stuðningsmenn VG hafa það best ef marka má könnunina. Aðeins sex prósent þeirra áttu ekki fyrir jólunum.

Álykta má að húsnæðisekla, há húsaleiga, vextir og verðbólga hafi mest um vandann að segja. Ýmsar kannanir hafa komið fram undanfarið sem sýna að töluverður hluti ungra Íslendinga án baklands á í meiri erfiðleikum en mælst hefur um skeið.

Um fimmti hver landsmaður undir þrítugu átti ekki fyrir jólum.

Tæplega þriðji hver á fertugsaldri átti í fjárhaglegum vandræðum með jólin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí