Arnar Þór sagður fyrstur af mörgum til að fara á trúðalestina 2024

Tilkynning Arnars Þórs Jónssonar, hæstaréttarlögmanns og varaþingmanns  Sjálfstæðisflokksins, um að hann bjóði sig fram til forseta hafa ekki vakið þau viðbrögð á samfélagsmiðlum sem frambjóðandi vill helst sjá. Og þá sérstaklega á Twitter. Þar líta menn svo á að Arnar Þór sé einungis fyrstur til að boða þátttöku í óumflyjanlegri trúðasýningu þar sem engu er til sparað: forsetakosningum.

Færsla Hrafns Jónssonar pistlahöfundar, sem sjá má hér fyrir neðan fór líklega víðast. En hann var hvergi nærri einn um að hafa Arnar Þór að háði og spotti. Sumir segjast nánast hlakka til, enda yfirleitt hægt að hafa gaman af trúðum. Aðrir eru alvarlegri og segja bráðnauðsynlegt að setja einhverjar skorður um þetta. Einfaldast væri að byrja á því að fjölga verulega þeim fjölda undirskrifta sem viðkomandi þarf, áður en viðkomandi fær að ræða um æsku sína á RÚV.  

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ætlar að segja þetta gott á Bessustöðum. Það má telja líklegt að þar muni átta eða fleiri bjóða sig fram til forseta, ef ekki fleiri. Sumir verða líklega algjörlega óþekktir flestum og jafnvel einn og einn sem er að tala opinberla í fyrsta skipti á ævi sinni. Augljósasta dæmið um að forsetakosningar geti hratt orðið algjör trúðasýning, eru auðvitað fyrstu kosningar Guðna árið 2016.

Allt það ár biðu Íslendingar í eftirvæntingu um að sjá hver skyldi verða næstur til að senda tilkynningu á alla fjölmiðla. Að lokum voru einungis 10 manns sem tóku formlega þátt með gildu framboði. En fram að miðnætti 21. maí það ár, þá var varla hægt að banna mönnum að trúa á draum. Og þeir voru margir sem hikuðu ekki við að segja þjóðinni frá því.

Hér er efni í samkvæmisleik. Hér fyrir neðan má lesa nöfn þeirra sem tilkynntu framboð á einhverjum tímapunkti, nær allt karlar. Það er að segja með einhvers konar erindi til fjölmiðla. Þeir sem lágu undir felld voru enn fleirir. En hversu mörg nöfn kannastu þú við á þessum lista? Mun einhver snúa aftur í ár?

Ari Jósepsson                        

Andri Snær Magnason           

Árni Björn Guðjóns­son         

Ástþór Magnússon     

Baldur Ágústsson       

Benedikt Kristján Mewes        

Bæring Ólafsson        

Davíð Oddsson          

Elísabet Jökulsdóttir   

Guðmundur Franklín Jónsson           

Guðni Th. Jóhannesson

Guðrún Margrét Pálsdóttir     

Halla Tómasdóttir       

Heimir Örn Hólmarsson

Hildur Þórðardóttir      

Hrannar Pétursson     

Magnús Ingi Magnússon        

Magnús Ingberg Jónsson      

Ólafur Ragnar Grímsson        

Sturla Jónsson           

Vigfús Bjarni Albertsson

Þorgrímur Þráinsson

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí