Bogi Ágústsson segir á Samstöðinni að nú reyni meira á þjóðina en í hálfa öld

„Það reynir að mörgu leyti meira á þjóðina nú en ég man eftir frá þeim tíma sem gaus í Vestmannaeyjum,“ segir Bogi Ágústsson, reyndasti fréttaþulur þjóðarinnar og fyrrum fréttastjóri Rúv.

Á Rauða torginu á Samstöðinni í gær ræddi Bogi meðal annars viðkvæman fréttaflutning af hamfarasvæðum og mikilvægi þess að hafa reynda fréttamenn á vettvangi.

Í því ástandi sem nú er uppi vegna jarðelda á Reykjanesi og Grindavíkur segir Bogi mikilvægt að sýna þeim sem eiga um sárt að binda tillitssemi á sama tíma og veruleikinn er eins og hann er. Oft þurfi að segja fréttir sem þjóðinni finnst erfitt að verða vitni að.

Viðkvæm og umdeild mál hafa komið upp og eitt þeirra tengist Rúv. Bogi telur að Ríkisútvarpið hefði ekki getað gert betur í viðbrögðum eftir að ljósmyndari á vegum Rúv reyndi að brjótast inn í mannlaust hús í Grindavík. Það hafi verið frávik eða undantekning. Ljósmyndarinn baðst afsökunar og Ríkisútvarpið baðst afsökunar. Telur Bogi að nóg hafi verið gert. Traust til stofnunarinnar hafi ekki orðið fyrir alvarlegum skaða.

 „Mönnum verðum á stundum en það er mjög sjaldgæft og þess vegna nýtir Ríkisútvarpið verðskuldað trausts,“ sagði Bogi.

Í þættinum var einnig rætt hvort Ríkisútvarpið hefði betur staðið fyrir samfelldri fréttaútsendingu í sjónvarpi síðastliðinn sunnudag í stað aukafréttatíma eftir að hraun fór að flæða inn í Grindavík. Bogi sagði langar samfelldar fréttaútsendingar mjög erfiðar og einkum ef upplýsingar væru takmarkaðar. Hann vísaði einnig til þess að Rúv hefði ekki úr ótakmörkuðum mannafla að spila.

Gagnrýnt hefur verið að Grindvíkingum hafi þótt erfitt að sjá eyðileggingu í heimabænum í beinni útsendingu á Rúv 2 undir auglýsingum og jafnvel léttmetisorðræðu á köflum. Hefur verið bent á að hægt hefði verið að komast framhjá árekstri við markaðsöfl og fleira óviðeigandi með beinni samfelldri fréttaútsendingu í sjónvarpi.

Rauða borðið er á dagskrá fjórum sinnum í viku á Samstöðinni. Boðið er í þættinum upp á líflega og mikilvæga þjóðmálaumræðu.

(3) Facebook Live | Facebook

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí