Brot Svandísar gæti orðið þúfan sem fellir ríkisstjórnina

Ríkisstjórnin er orðin svo völt í sessi að úrskurður Umboðsmanns Alþingis að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi brotið lög með hvalveiðibanninu gæti liðað stjórnina í sundur.

Grunnt hefur verið á því góða í stjórnarsamstarfinu milli sjálfstæðismanna og Svandísar. Áður en álit umboðsmanns var kynnt höfðu sumir sjálfstæðismenn farið fram á afsögn hennar sem ráðherra.

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir um tíðindi dagsins:

„Það blasir við að óþol innan ríkisstjórnarinnar hefur aukist mjög. Ekki síst í baklandi flokkanna og forystumennirnir eru líka smátt og smátt að missa trú á að stjórnasamstarfið haldi. Það þarf því minna en að jafnaði til að samstarfið liðist í sundur. Þúfan sem veltir hlassinu þarf ekki að vera stór,“ segir Eiríkur í samtali við Samstöðina.

Hann segir augljóst að stjórnin muni ekki koma mörgum málum í gegn úr því sem komið er.

„Hún er verulega völt í sessi og þetta mál hjálpar ekki.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí