Dónaleg listaverk í gjá norður í landi

„Þau eru nú dálítið dónaleg þessi listaverk,“ sagði erlendur ferðamaður sem blaðamaður Samstöðvarinnar hitti við kunna náttúruperlu í morgun.

„Mögnuð er náttúran, þetta er engu líkt,“ sagði annar ferðamaður.

Í gjá norður í landi hefur samspil krafta jarðhita, vatns, gufu og snævar leitt til áhugaverðra ísmyndana þar sem skapari verkanna er sjálf Móðir Náttúra. Suma skúlptúra hennar þennan daginn má kannski kalla dónalega eins og ferðamaðurinn bendir á.

Almenningur baðaði sig forðum í Grjótagjá, fyrir Kröfluelda. Vatnið ofhitnaði og hentar gjáin ekki lengur til baða.

Fjöldi ferðamanna kemur árlega að gjánni en í útjaðri ferðamannatímans geta dagar liðið án þess að mannsfóturinn raski friði. 

Náttúrunni gefst þá næði til að dunda við sitt í friði og spekt.

Og kannski verður stundum svolítið uppi á henni typpið þegar kemur að sköpunarkrafti…

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí