Enn einn vinur Gunnars Hrafns fellur fyrir eigin hendi: „Ekkert svar. Ekkert hljóð. Bara blóð“

Gunnar Hrafn Jónsson, fréttamaður og fyrrverandi þingmaður Pírata, hefur löngum vakið athygli á því ófremdar ástandi sem ríkir á Íslandi í geðheilbrigðismálum. Í jómfrúarræðu sinni á Alþingi árið 2017 spurði Gunnar Hrafn hvort til væri aðgerðaráætlun sem snéri að geðheilbrigðismálum. Hún var ekki til. Þá benti hann á þá skelfilegu staðreynd að um einn Íslendingur fellur fyrir eigin hendi viku hverja. Stuttu síðar fór Gunnar Hrafn í veikindaleyfi vegna þunglyndis.

Síðan þá hefur svo gott sem ekkert gerst í þessum málaflokki, þrátt fyrir að margir hafi reynt sitt besta við að vekja ríksstjórnina. Afleiðingin ætti ekki að koma neinum á óvart: þeim fjölgar einungis sem falla fyrir eigin hendi. Það fer ekki fram hjá Gunnari Hrafni, en hann greinir frá því á Facebook að nýjasta fórnarlamb hörmulegs geðheilbrigðiskerfis hafi verið vinur sinn.

„Enn einn vinurinn fallinn fyrir eigin hendi. Náði ekki einusinni að verða þrítugur. Þessar tölur bara hækka og hækka, unga fólkið heldur áfram að hrynja niður og ekkert nýtt  fjármagn sett í geðheilbrigðiskerfið eða forvarnir. Hlakkaði til að bjóða honum í kaffi í nýju íbúðinni en það verður víst ekkert af því,“ segir Gunnar Hrafn og bætir við:

„Það var ólíkt honum að hætta allt í einu að svara í símann, þó að ég vissi að honum liði illa. Eins og Bubbi söng um árið: Ekkert svar. Ekkert hljóð. Bara blóð.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí