Fyrrverandi ráðherra segir krónuna kosta okkur hundruð milljarða

Fyrrverandi félagsmálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, fagnar tillögu Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja, sem vill að óháðir erlendir sérfræðingar geri úttekt á því hvort Íslendingar væru betur settir með annan gjaldmiðil.

Með því að lækka kostnað við að búa hér yrði til gríðarlegur lífskjarabati að mati Þorsteins sem ræðir þessi mál í hlaðvarpi markaðarins á Eyjunni.

Þorsteinn segir kostnaðinn vegna raunvaxtamunar við útlönd nema hundruðum milljarða á hverju ári.

Á sama tíma fer lítil sem engin umræða fram um kostnað þess að halda úti íslensku krónunni sem ávallt hefur verið eitt helsta tæki útgerðarinnar hér á landi.

Þá hefur verið fjallað um það óréttlæti sem fylgi því tvöfalda kerfi að stór íslensk fyrirtæki geri upp í erlendum gjaldmiðli og geti hagnast á skopparaboltahagkerfinu innanlands en almenningur situr í súpunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí