Guðni Th. býður sig ekki fram til forseta

Guðni Th. Jóhannesson býður sig ekki fram til áframhaldandi setu á Bessastöðum og því verður kosið til forseta fyrsta laugardag í júní, þann 1. júní.

Auðvitað vitum við aldrei til fulls hvað framtíðin ber í skauti sér en í því felst einmitt hin fagra óvissa lífsins. Þannig komst ég að orði vorið 2016, þegar ég bauð mig fyrst fram til forseta. Þá sagði ég að næði ég kjöri og svo endurkjöri vildi ég ekki sitja lengur á Bessastöðum en átta til tólf ár. Hafði ég þá til hliðsjónar eigin sjónarmið og ýmissa annarra í tímans rás,“ sagði Guðni í nýársáverpi sínu.

„Hvern einasta dag hef ég fundið hversu einstakur sá heiður er að gegna þessari stöðu. Þess vegna neita ég því ekki að ég íhugaði vandlega að sækjast eftir stuðningi til frekari setu eitt kjörtímabil enn. Aftur á móti komst ég ætíð að þeirri niðurstöðu að betra væri að láta hjartað ráða en fylgja öðrum rökum sem hljóta að teljast veikari þegar allt kemur til alls.

Í samfélagi liggja skyldur sérhvers víða en höfum þó ætíð í huga að vilji fólk styðja aðra þarf það einnig að gæta að eigin líðan. Þetta nefndi skáldið Gerður Kristný í hugvekju á nýliðinni aðventu og bætti við þeim sannindum að þær stundir sem við eigum ein með sjálfum okkur eða þeim sem okkur þykir vænst um eru jafnvel mikilvægari en okkur grunar.

Í öflugu lýðræðissamfélagi kemur maður líka í manns stað. Engum er hollt að telja sig ómissandi og skyldurækni á misskildum forsendum má ekki ráða för, því síður eigin hégómi eða sérhagsmunir,“ sagði Guðni í árvarpinu sem lesa má hér: Nýársávarp forseta Íslands

Guðni var í viðtali á Samstöðunni 1. desember síðastliðinn og ræddi þar fullveldið í tilefni dagsins. Þetta viðtal dregur vel fram forsetann Guðna en ekki síður sagnfræðinginn, en búast má við að hann snúi sér aftur að sagnfræðinni og haldi áfram að greina tuttugustu öldina í sögu okkar. Ekki veitir af.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí