„Í hálfan áratug hafa sumir félagar okkar ekki fengið launahækkun“

„Í hálfan áratug hafa sumir félagar okkar ekki fengið launahækkun,“ sagði talsmaður verkalýðsfélagsins RMT (Rail, Maritime and Transport Union). Ef við lítum á verðbólgu í Bretlandi yfir síðasta fimm ára tímabil, má sjá að hún hefur verið veruleg.

Verkalýðsfélagið hefur verið að reyna að fá laun félagsmanna sinna verði bætt, þannig að þau haldi í við verðlag. Því hefur það verið í verkföllum undanfarna 20 mánuði, þrátt fyrir öll þessi verkföll og mikla samstöðu félagsmanna RMT, hefur ekki ennþá náðst niðurstaða eða árangur.

Það má leiða að því líkum að ástæðan sé líklega meðal annars að breska löggjafarþingið hefur sett löggjöf „minimum service law“, sem dregur verulega úr biti verkfallsvopnsins. Í þessu samhengi er vert að nefna að íslenska löggjafarþingið hefur haft til meðferðar frumvörp sem eiga að veikja samtakamátt launafólks. Meðal þeirra eru frumvörp um aukin völd ríkissáttasemjara, sem ætlað er að styrkja hlutverk hans í vinnumarkaðsmálum og veita honum heimild til að slá af verkföll.

Ef félagafrelsisfrumvarp Sjálfstæðisflokksins nær fram að ganga, gætu neikvæðar afleiðingar fyrir samtakamátt launafólks verið verulegar, þar sem það gæti veikt stöðu stéttarfélaga og dregið úr getu launafólks til að berjast fyrir réttlátum kjörum, með því að takmarka möguleika þeirra á að nýta verkfallsvopnið.

Í dag og næstu daga standa nokkur verkalýðsfélög innan lestarþjónustunnar í Bretlandi í verkfallsaðgerðum, þar á meðal Aslef og RMT. Hins vegar hafa þessi verkföll líklega takmörkuð áhrif vegna nýlegrar löggjafar um „minimum service levels“, sem krefst þess að að minnsta kosti 40% af þjónustunni sé veitt.

Mynd: Félagar RMT við verkfallsvörslu 20. Júní. Síðastliðin ‏‏ er búin að vera lögn barátta eins og segir í fréttinni. @leedssp #rmtstrike

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí