Íslenskar útisundlaugar og baðlón í hættu

Mikil átök eru um ráðstöfun á orku og heitu vatni. Eitt álitaefni er réttmæti nýtingar á  grænni orku til umdeildrar eða mengandi starfsemi svo sem ál- og gagnavera.

Almenningur gæti hugsað að þessi mál varði hann ekki með beinum hætti en eitt helsta einkennistákn alþýðumannsins, íslensku útisundlaugarnar, gætu þó verið í hættu vegna vaxandi samkeppni um jarðhita. Rætt er um að byggja yfir þær.

Ómar Ragnarsson fréttamaður og náttúruverndarsinni benti iðulega á að hitinn í geyminum undir Íslandi væri ekki óþrjótandi. Nú setja fleiri og fleiri spurningarmerki við baðlónin sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur víða um land. Fornfrægar almenningslaugar gætu einnig verið í hættu.

Þannig segir Jóhann Friðrik Kristjánsson verkfræðingur í færslu á facebook að aðeins tvö til þrjú háhitasvæði á Íslandi bjóði upp á næga orku til að hita upp útilaugar eða baðlón um ófyrirsjáanlega framtíð.

„Flestar sundlaugar á landinu eru skelfilega orkusóandi og þar með ósjálfbærar,“ skrifar Jóhann. Hann telur stutt í að allar laugar í Reykjavík þurfi að byggja yfir til að minnka orkutap.

Um einn helsta vaxtasprota ferðaþjónustunnar, baðlónin, segir Jóhann:

„Þegar maður sér fleiri og fleiri hugmyndir um útibaðlón þá vaknar spurningin hvort ráðgjafar séu fullkomlega úti á túni.“

Jóhann bendir á að vaxandi vandræði séu hjá hitaveitum víða um land og sem dæmi um baðlón eða sundlaugar sem hafi ekki nægt vatn eftir 2-3 áratugi nefnir hann Sjóböðin á Húsavík, sundlaug Húsavíkur, hin nýju Skógarböð á Akureyri, Sundlaug Akureyrar, Vök böð og Fontana vegna vaxandi íbúafjölgunar.

„Jarðhiti er ekki óþrjótandi á óvirkum svæðum,“ segir Jóhann.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí