Katrín gerir enga athugasemd við frystingu Bjarna á mannúðaraðstoð

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort Katrín væri stolt af ákvörðun Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra að frysta greiðslur frá Íslandi til mannúðarhjálpar á Gaza.

Þórhildur vildi vita hvar Katrín stæði. Hvort forsætisráðherra væri stolt af utanríkisstefnu þjóðarinnar.

Katrín færðist undan að svara spurningunum. Meðal annars sagði hún mikilvægt að leita svara við ásökunum sem fram hefðu komið.

Þórhildur sagði í seinni ræðu sinni að svör forsætisráðherra bentu til þess að hún gerði enga athugasemd við ákvörðun Bjarna. Það vakti furðu þingmannsins á sama tíma og Alþjóðadómstóllinn í Haag segði auknar líkur á að verið væri að fremja þjóðarmorð á Palestínumönnum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokki spurði Katrínu hvort Bjarni Benediktsson hefði upplýst hana áður en Bjarni greindi opinberlega frá því að hann hefði ákveðið að frysta greiðslurnar.

„Svo var ekki,“ svaraði Katrín.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí