Nýlendustefnan áhrifamikil á samtímann

Dr. Giti Chandra var nýverið með erindi í Stjórnmálaskóla Sósíalistaflokksins um áföll, nýlendustefnuna og áhrif hennar á samtímann.

Í kjölfarið kom hún til okkar í viðtal í Rauðum raunveruleika þar sem við ræddum um efni erindisins. Í þættinum voru, ásamt Dr. Chandra, Anita Da Silva Bjarnadóttir, Guðröður Atli Jónsson, Karl Héðinn Kristjánsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Hvers vegna skiptir saga nýlendustefnunnar máli í dag? Hvaða áhrif hefur ofbeldi nýlendustefnunnar í gegnum söguna haft á samtímann? Hvernig eru söguleg áföll þeirra sem voru kúguð af nýlendustefnunni skilgreind og viðurkennd sem þekking, og hvers vegna ættum við að láta okkur það varða?

Þetta var á meðal spurninganna sem voru kannaðar í Stjórnmálaskólanum og farið yfir í þættinum.

Þetta málverk sýnir þær hugmyndir sem vestræn ríki vildu viðhalda um nýlendustefnuna. Sú hugmynd er að Bretland, eða önnur vestræn nýlenduveldi, væru að færa nýlendum sínum siðmenningu, þekkingu og siðgæði sem nýlendurnar höfðu ekki. Og mikilvægara en það var hugmyndin sú (sem valdhafar vildu viðhalda) að nýlendurnar gæfu þetta ríkidæmi sjálfsviljug vegna þess að skiptin væru sanngjörn.

Síðnýlendustefnan tók við af nýlendustefnunni

Fjallað var um hvernig nýlendustefnan hélt áfram í breyttri mynd eftir að nýlendurnar fengu sjálfstæði. Efnahagssamböndin hafa verið í lykilatriðum, óbreytt. Þó að fjölmargar þjóðir hafi fengið sjálfstæði eru þær enn í mjög ójöfnu efnahagslegu sambandi við fyrrum nýlenduherrana.

Hugmyndir um vestræna yfirburði enn sterkar, minna talað um ójafnvægið

Þrátt fyrir þessa ójöfnu stöðu, hryllinginn um hvernig hún kom til og ofbeldið sem heldur áfram til að tryggja þetta ójafnvægi, eru hugmyndir nýlendustefnunnar, á margan hátt, enn til staðar.

Nýlenduveldin hafa gribið til ýmissa ráða til að fela sögu nýlendustefnunnar en England heldur enn leyndum skjölum, þau sem ekki voru brennd, frá nýlendutímanum sem fræða- og áhugafólk kallar eftir að fá að sjá.

Viðhorf vesturlanda er að þróast en mikil mótbylgja er risin gegn því að læra raunverulega um þessa sögu.

Nýlega lét hátt settur embættismaður þessi ummæli falla en þau hafa vakið töluverða reiði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí