Björn Þorláksson, þrautreyndur blaðamaður, hefur gengið til liðs við Samstöðina á nýju ári. Hann mun sinna fréttaskrifum og dagskrárgerð, meðal annars koma að undirbúningi fréttayfirlits í sjónvarpi og útvarpi. Björn hefur verið blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri og vann um árabil að dagskrárgerð og fréttum í sjónvarpi, m.a. á Ríkisútvarpinu, Stöð 2 og Hringbraut.
„Það er frábært fyrir lítinn miðil að fá alla þessa reynslu og yfirsýn,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar. „Björn á eftir að setja sinn svip á fréttavefinn og þáttagerðina, en hann á líka eftir að hafa áhrif á aðra starfsmenn. Meira að segja áður en hann mætir finn ég að fólk er upp með sér að fá hann í liðið.
Samstöðin er í eigu Alþýðufélagsins, sem er félagsskapur áhorfenda, áheyrenda og lesenda sem leggja samstöðinni til með því að greiða áskrift. Grunnáskriftin er kr. 2.500,- og ef fólk kýs er hún jafnframt félagsgjöld að Alþýðufélaginu. Hægt er að gerast áskrifandi hér: Áskrift