Nýr liðsmaður á Samstöðina: Björn Þorláksson

Fjölmiðlar 2. jan 2024

Björn Þorláksson, þrautreyndur blaðamaður, hefur gengið til liðs við Samstöðina á nýju ári. Hann mun sinna fréttaskrifum og dagskrárgerð, meðal annars koma að undirbúningi fréttayfirlits í sjónvarpi og útvarpi. Björn hefur verið blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri og vann um árabil að dagskrárgerð og fréttum í sjónvarpi, m.a. á Ríkisútvarpinu, Stöð 2 og Hringbraut.

„Það er frábært fyrir lítinn miðil að fá alla þessa reynslu og yfirsýn,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Samstöðvarinnar. „Björn á eftir að setja sinn svip á fréttavefinn og þáttagerðina, en hann á líka eftir að hafa áhrif á aðra starfsmenn. Meira að segja áður en hann mætir finn ég að fólk er upp með sér að fá hann í liðið.

Samstöðin er í eigu Alþýðufélagsins, sem er félagsskapur áhorfenda, áheyrenda og lesenda sem leggja samstöðinni til með því að greiða áskrift. Grunnáskriftin er kr. 2.500,- og ef fólk kýs er hún jafnframt félagsgjöld að Alþýðufélaginu. Hægt er að gerast áskrifandi hér: Áskrift

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí