Segir að Sigríður Dögg hafi viljað gægjuaðgang og þá sauð upp úr

„Þetta skattamál Sigríðar Daggar, formanns Blaðamannafélagsins, kom upp í fyrrasumar og ég gat vegna trúnaðar við félagsmenn ekki annað en gert athugasemd við að þær ásakanir hefðu komið fram á opinberum vettvangi og það væri óviðunandi fyrir orðstír félagsins sað svara þeim sem ekki skyldi.“

Þetta segir Hjálmar Jónsson, sem sagt var upp störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins.

Hann segir að Sigríður Dögg hafi tekið persónulega hagsmuni fram yfir hagsmuni félagsins.

„Ég hefði kosið að hún hefði stigið til hliðar þegar málið kom upp til að vernda hagsmuni félagsins. Ég spurði hana að því á stjórnarfundi hvort hún hygðist fara frá tímabundið. Ef hún hefði stigið til hliðar og málið hefði reynst söguburður hefði hún getað komið inn aftur.“

Hjálmar segist finna ótrúlega mikinn stuðning úr öllum áttum. Hann harmi að geta ekki starfað frekar fyrir blaðamenn en trúnaðarstörf hans nái aftur allt til ársins 1989.

Spurður hvort hávært rifrildi hafi orðið milli hans og Sigríðar Daggar í síðustu viku eftir að hann neitaði ósk um aðgang að rafrænum skilríkjum, segist Hjálmar sem prókúruhafi búa yfir persónuupplýsingum um aðra blaðamenn.

„Það er rétt að mér og formanni lenti saman þegar hún krafðist þess að fá gægjuaðgang að persónugreinanlegum upplýsingum.“

„Að formaður Blaðamannafélagsins skyldi vilja aðgang að reikningum Blaðamannafélagsins, þá gekk fram af mér,“ segir Hjálmar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí