Segja ríkisstjórnina taka þátt í ólöglegri hóprefsingu

Félagið Ísland-Palestína „fordæmir þá gerræðislegu ákvörðun utanríkisráðherra Íslands að svipta Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) fjárhagsaðstoð“ eins og segir í tilkynningu.

„Ákvörðunin er tekin áður en rannsókn á ásökunum Ísraels á hendur starfsmönnum UNRWA hefur skilað niðurstöðu,“ segir jafnframt.

Félagið bendir á að Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ gegni lykilhlutverki í neyðaraðstoð við Gazabúa sem séu í lífshættu sökum skorts á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti vegna hernaðar Ísraels.

Með þessari aðgerð tekur íslenska ríkisstjórnin þátt í ólögleglegri hóprefsingu að því er félagið segir og vísar í Genfarsáttmálann.

„Í úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag segir að mögulegt þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza, bæði vegna stöðugra sprengjuárása úr lofti og á legi og ennfremur vegna skorts á lífsnauðsynjum. Aðgerð utanríkisráðherra er því í andstöðu við úrskurð dómstólsins og eykur enn frekar á áþján Gazabúa. Íslensk stjórnvöld verða að aflétta þessari aðgerð utanríkisráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að berast til Gaza strax!“ segir félagið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí