Sorg á Austurvelli: „Konan hans lést í dag“

Það hafa mörg mótmæli verið haldin á Austurvelli yfir áratugina. Kröfurnar ýmist hlægilegar eða sjálfsagðar og allt þar á milli. En sjaldan hefur markmið mótmæla verið svo sammannlegt og nú. Krafa sem svo að segja allir myndu leggja fram, ef þeir væru í sömu sporum. Hvort ráðamenn gætu séð sér fært að bjarga fjölskyldu þinni undan yfirvofandi morði.

Til að gera langa sögu stutta þá hefur það verið eina markmið mótmælanna sem hafa staðið yfir á Austurvelli frá því fyrir jól. Palestínskir flóttamenn, sem hafa náð að flýja undan þjóðarmorði hingað, hafa biðlað til ráðamanna um aðstoð við að hjálpa fjölskyldumeðlimum sem enn eru í hættu. Slíkar fjölskyldusameiningar eru ekki nýjar af nálinni en sjaldgæft að þær þoli enga bið, líkt og nú.

Í dag gerðist það að einn mótmælenda féll á tíma. „Inni í þessu tjaldi situr palestínskur maður sem bíður eftir íslenskri kennitölu. Fyrir nokkrum dögum varð fjölskylda hans fyrir árás, þar sem börnin hans þrjú voru myrt og konan hans endaði á spítala. Konan hans lést í dag,“ segir félagið Ísland-Palestína á Facebook og heldur áfram:

„Ofan á allt þá á að brottvísa honum úr landi. Ef íslensk yfirvöld hefðu tekið af skarið og veitt fólki á flótta frá Palestínu alþjóðlega vernd þegar árásir Ísraels hófust og ef íslensk stjórnvöld tryggðu sameiningu fjölskyldna þeirra þá væru þau hér í dag, saman og örugg.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí