Umsóknum um vernd fækkaði um 43 prósent milli ára

Síðustu þrjá mánuði ársins 2022 sótti hér um vernd 1.546 flóttamenn. Í fyrra sóttu 884 um vernd á síðustu þremur mánuðum ársins. Í fyrra sóttu því 662 færri um vernd á þessum síðustu mánuðum ársins en árið á undan. Munurinn nemur 43%.

Ef við tökum frá fólk frá Úkraínu og Venesúela sem hefur drifið áfram fjölgun umsókna á undanförnum misserum þá sóttu 354 um hæli á tímabilinu október til desember 2022. Árið 2023 sóttu hins vegar 209 um hæli, sem ekki komu frá Úkraínu og Venesúela. Fækkunin er 145 maður eða 41%.

Þetta eru nýjustu upplýsingar um umsóknir um vernd og þær má sjá og lesa á upplýsingavef verndarmála sem stjórnarráðið heldur úti. Og kemur kannski einhverjum á óvart sem hlustað hefur á Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem lýst hefur stjórnlausu ástandi á landamærunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí