Unglæknar á sjúkrahúsum víðs vegar um Norður-Írland greiða nú atkvæði um mögulegar verkfallsaðgerðir vegna launamismunar. Atkvæðagreiðslan, sem hófst þann 8. janúar, stendur yfir í sex vikur.. Ef verkfallsaðgerðir verða samþykktar, er áætlað að 24 klukkustunda verkfall hefjist klukkan 8 þann 6. mars; ljúki klukkan 8 þann 7. mars.
Unglæknar krefjast sambærilegra launa við það sem aðrir unglæknar fá í öðrum hlutum Bretlands, svo sem í Skotlandi, Wales og Englandi, auk bættra vinnuaðstæðna. Samningsaðilarunglækna eru samninganefnd BMA á Norður-Írlandi (NIJDC) og norðurírska heimastjórnin.
Unglæknirinn Marcus Hollyer skrifar á X @HollyerMarcus: Læknar á Norður-Íralndi hafa orðið fyrir 30 prósenta raunlækkun á launum frá 2008. Aðstæður okkar eru verstar í Bretlandi sem leiðir til læknaskorts og skapar hættu fyrir allan almenning @NIJDC @BMA_NI.
Mynd: Samsett mynd, Marcus Hollyer síðan mynd af atkvæðagreiðslunauðsynjum.