Unglæknar greiða atkvæði um verkfall

Unglæknar á sjúkrahúsum víðs vegar um Norður-Írland greiða nú atkvæði um mögulegar verkfallsaðgerðir vegna launamismunar. Atkvæðagreiðslan, sem hófst þann 8. janúar, stendur yfir í sex vikur.. Ef verkfallsaðgerðir verða samþykktar, er áætlað að 24 klukkustunda verkfall hefjist klukkan 8 þann 6. mars; ljúki klukkan 8 þann 7. mars.


Unglæknar krefjast sambærilegra launa við það sem aðrir unglæknar fá í öðrum hlutum Bretlands, svo sem í Skotlandi, Wales og Englandi, auk bættra vinnuaðstæðna. Samningsaðilarunglækna eru samninganefnd BMA á Norður-Írlandi (NIJDC) og norðurírska heimastjórnin.


Unglæknirinn Marcus Hollyer skrifar á X @HollyerMarcus: Læknar á Norður-Íralndi hafa orðið fyrir 30 prósenta raunlækkun á launum frá 2008. Aðstæður okkar eru verstar í Bretlandi sem leiðir til læknaskorts og skapar hættu fyrir allan almenning @NIJDC @BMA_NI.
Mynd: Samsett mynd, Marcus Hollyer síðan mynd af atkvæðagreiðslunauðsynjum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí