Vonarstjarna Sjálfstæðismanna hefur fengið upp í kok af brútalisma: „Hver hannaði þetta?“

Ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðismanna meðals ung fólks er Ingvar Smári Birgisson, fyrrverandi  formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna og aðstoðarmaður Jóns Gunnarsson. Hann starfar í dag sem lögmaður en óhætt er að segja að veðbankar myndu ekki gefa góðar líkur á öðru en að hann rati á Alþingi innan skamms. Orð hans á Twitter í gær kölluðu fram mikla úlfúð í gær, enda var hann að ræða málefni sem líklega allir hafa nokkuð sterka skoðun á: brútalisma. Í örstuttu máli þá má rekja stufnuna til franska arkitektsins Le Corbusier sem hafði oft hráa steypu, bêton brut, í forgrunni.

Ingvar Árni birtir mynd af glænýjum vegg á nýjum skrifstofum Alþingis og skrifar: „Hvaða grínista tókst að selja Íslandi að steyptir veggir án málningar eða klæðningar af nokkru tagi séu fallegir? Þetta er kalt, fráhrindandi og því miður alltof algengt í dýrum, nýjum byggingum […]Vonandi snýst þetta ekki um sparnað. Það er eitthvað mikið að ef ein ríkasta þjóð í heimi neyðist til að vera með sambærilega veggi og í ríkisstofnun í afskekktu héraði í Afganistan.“

Þetta vakti umtalsverð viðbrögð og þó margir nokkrir hafi hæðst að Ingvari fyrir að þekkja ekki ríkjandi stefnu í arkítektúr á Íslandi, nánast frá stofun lýðveldisins, þá voru margir einfaldlega sammála honum að þetta væri ljót stefna. Rithöfundurinn Halldór Halldórson, Dóri DNA, skrifar til að mynda: „Þetta er hönnuð og þrykkt sjónsteypa og hana má sjá í allri nútímalegri hönnun, hvort sem það er í Berlín eða Reykjavík – að minnsta kosti þar sem er verið að pæla í efni vs yfirborði.  Stórefast um þetta sé að finna í afskekktum héruðum í Afganistan.“

Hann segir þetta þó ágætis spurningu, vill almenningur brútalisma? „Þessi kimi á myndinni er allavega kaldur og óaðlaðandi. En þetta er alþjóðlegt trend vildi ég aðallega koma að. Kveikir margar spennandi spurningar, eins og á hönnun að láta almenningi líða vel? Hvað er fegurð og allskonar.“

Svarið við þeirri spurningu virðist ekkert sérstaklega fylgja stjórnmálaskoðun viðkomandi, þó brútalismi hafi stundum verið tengdur við vinstristefnu. Jökull Sólberg sósíalisti er til dæmis nokkuð sammála Ingvari Smára. „Ég var búinn að sjá steypuna – en þessi landamæragirðing þarna er ótrúleg! Hver hannaði þetta?“

Eitt viðhorf er svo að þetta eigi að vera ljótt, svo fólk sé að vinna en ekki njóta. „Þetta er svo þau séu ekki of lengi í pásum,“ skrifar Margrét Gústafsdóttir blaðakona.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí