Boðar ekki gott þegar Sigmundur Davíð er sammála þér

„Segðu mér hverjir vinir þínir eru og ég skal segja þér hver þú ert,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi íslenskuprófesssori við Háskóla Íslands, og deilir skjáskoti af færslu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanni Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Í þeirri færslu má segja að Sigmundur Davíð haldi ekki vatni yfir því að Kristrún Frostadóttir sé orðin sammála honum. „Loksins!,“ skrifar Sigmundur alsáttur yfir því að Kristrún sé nú jafnilla við flóttamenn og hann.

Það eru fleiri sem gagnrýna Kristrúnu harðlega, svo sem Karl Héðinn Kristjánsson, en hann bendir á í færslu innan Facebook-hóps Sósíalista að hælisleitendur séu eins og dropi í hafi samanborið við ferðamenn og innflytjendur frá Evrópu. „Kristrún tekur undir rangan málflutning hægrisins um að hælisleitendakerfið sé íþyngjandi og erfitt, að þetta sé erfitt vandamál. Hælisleitendur eru bara brotabrot af innflytjendum. Álagið á kerfið er miklu miklu meira frá túrismanum, sem aftur kallar á fleiri innflytjendur í láglaunastörf,“ segir Karl.

Hann segir það vont að formaður Samfylkingarinnar breiði út skoðun sem stenst ekki rök. „Fólk er að segja að það sé ósanngjarnt að gagnrýna Kristrúnu fyrir þennan málflutning en staðreyndin er sú að það er alvarlegt að formaður Samfylkingarinnar sé að segja svona og áhrifin geta vel orðið sú að samfélagið togist lengra í þessa átt, að þetta verði að almennari skoðun. Skoðun sem stenst ekki rök,“ segir Karl.

Hann segir að með þessu sé Kristrún ekki að gera neitt annað en að aðstoða Sjálfstæðisflokkinn og aðra íhaldsmenn á Íslandi. „Íhaldið vill gera skrímsli úr hælisleitendum í stað þess að horfa til raunverulegu ástæðna þess að kerfin okkar séu að þolmörkum komin: spillt valdatíð þeirra, linnulaus nýfrjálshyggja, eiginhagsmunasemi og gróðrasókn kapítalismans inn í grunnstoðir samfélagsins Ekki veitir á gott að SDG, Áslaug Arna og fleira íhaldsfólk séu að fagna þessari áherslubreytingu Kristrúnar,“ segir Karl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí