Eftirlitsstofnun skipar vinnuveitanda að borga bætur til starfsmanna

Tæknifyrirtækið Thryv kærði eftirlitsstofnunina, sem hefur eftirlit með vinnumállöggjöfuni í Bandaríkjunum til US Court of Appeals for the Fifth Circuit (CA5).

Dómarar við CA5 virtust í munnlegum málflutningi síðasta þriðjudag vera hissa á niðurstöðunni frá því í febrúar 2022 um að hugbúnaðarfyrirtækið Thryv Inc. hafi brotið gegn lögum um vinnumarkaðsaðgerðir með því að segja upp sex starfsmönnum án þess að semja almennilega við stéttarfélag starfsmanna fyrst.

Málið snýst um Thryv sem sagði upp sex starfsmönnum árið 2019 án þess að semja við stéttarfélag þeirra, International Brotherhood of Electrical Workers (IBEW). NLRB komst að þeirri niðurstöðu að Thryv braut gegn lögum um vinnusamskipti og skipaði fyrirtækinu að greiða fyrir vanskilagjöld starfsmanna, lækniskostnað og annað afleiddar tjón.

National Labor Relations Act (NLRB) er að einhverju leyti hægt að líkja við Félagsdóm á Íslandi en hlutverkið er mun víðtækara. NLRB getur til dæmis gefið út þvingaðar tilskipanir til vinnuveitanda.

Mynd: Félagar í IBEW

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí