Tæknifyrirtækið Thryv kærði eftirlitsstofnunina, sem hefur eftirlit með vinnumállöggjöfuni í Bandaríkjunum til US Court of Appeals for the Fifth Circuit (CA5).
Dómarar við CA5 virtust í munnlegum málflutningi síðasta þriðjudag vera hissa á niðurstöðunni frá því í febrúar 2022 um að hugbúnaðarfyrirtækið Thryv Inc. hafi brotið gegn lögum um vinnumarkaðsaðgerðir með því að segja upp sex starfsmönnum án þess að semja almennilega við stéttarfélag starfsmanna fyrst.
Málið snýst um Thryv sem sagði upp sex starfsmönnum árið 2019 án þess að semja við stéttarfélag þeirra, International Brotherhood of Electrical Workers (IBEW). NLRB komst að þeirri niðurstöðu að Thryv braut gegn lögum um vinnusamskipti og skipaði fyrirtækinu að greiða fyrir vanskilagjöld starfsmanna, lækniskostnað og annað afleiddar tjón.
National Labor Relations Act (NLRB) er að einhverju leyti hægt að líkja við Félagsdóm á Íslandi en hlutverkið er mun víðtækara. NLRB getur til dæmis gefið út þvingaðar tilskipanir til vinnuveitanda.
Mynd: Félagar í IBEW