„Ég er ósammála hugmyndinni um verkalýðsfélög“ sagði Musk

„Ég er ósammála hugmyndinni um verkalýðsfélög,“ sagði Musk í pallborðsspjalli við The New York Times í nóvember. „Ég er bara ekki hrifinn af neinu sem skapar hálfgerða drottnandi kúgarastétt og undirokað kúgaðastétt.“

Hvernig Elon Musk ályktar að verkalýðsfélög stuðli að þessa háttar samband milli starfsmanna og vinnuveitenda og hver telst kúgaður eða kúgari í hans huga, er bæði óljóst.

Musk hefur sakað verkalýðssamtök um að hafa hrakið General Motors og Chrysler í gjaldþrot þar með kostað marga starfsmenn vinnuna. Hann sagði að ef Tesla yrði verkalýðsfélags vætt, „þá yrði það vegna þess að við ættum það skilið og við höfum brugðist á einhvern hátt.“

Það nýjasta sem er að frétta af deilu Tesla við verkalýðsfélagið IF Metall er að norska félagið Hydro sem framleiðir álíhluti fyrir Tesla hefur dregist inn í deiluna.

Þann 12. janúar tilkynnti Hydro Extrusions í Vetlanda 20 starfsmönnum um uppsagnir. Fyrirtækið kenndi um hindrun IF Metall gegn framleiðslu á sérstökum hlutum, svokölluðum árekstursboxum, fyrir Tesla bíla. IF Metall taldi að verið væri að þrýsta á þá til að aflétta hindruninni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí