Árið 2022 voru 82,9% innflytjenda á vinnualdri að störfum á Íslandi. Þetta er hæsta hlutfallið í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Næst koma Nýja Sjáland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvakía og Ísrael. Á sama tíma voru 83,3% innfæddra á Íslandi við störf svo munurinn er nánast enginn.
Munur á atvinnuþátttöku innfæddra og innflytjenda er mun meiri í Finnlandi og Danmörku, enn meiri í Noregi og mestur í Svíþjóð. Ástæðan er ólík samsetning innflytjenda á Íslandi og í hinum löndunum. Hér eru innflytjendur að stærstum hluta verkafólk frá Austur-Evrópu og hlutfall flóttafólks minna, sem oft er á jaðri vinnumarkaðar. Og það hefur áhrif þegar atvinnuleysi eykst, þá missa innflytjendur frá fjarlægari deildum vinnuna fyrr. Hátt atvinnustig á Íslandi veldur því að áhrifin af þessu eru ekki merkjanleg.
Annað sem einkennir Ísland er lítill munur á atvinnuþátttöku kynjanna, bæði meðal innfæddra og innflytjenda. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn meiri meðal innflytjenda, mögulega vegna þess að fleiri börn eru í fjölskyldum þeirra.