Hæsta hlutfall innflytjenda í starfi á Íslandi af löndum OECD

Árið 2022 voru 82,9% innflytjenda á vinnualdri að störfum á Íslandi. Þetta er hæsta hlutfallið í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Næst koma Nýja Sjáland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvakía og Ísrael. Á sama tíma voru 83,3% innfæddra á Íslandi við störf svo munurinn er nánast enginn.

Munur á atvinnuþátttöku innfæddra og innflytjenda er mun meiri í Finnlandi og Danmörku, enn meiri í Noregi og mestur í Svíþjóð. Ástæðan er ólík samsetning innflytjenda á Íslandi og í hinum löndunum. Hér eru innflytjendur að stærstum hluta verkafólk frá Austur-Evrópu og hlutfall flóttafólks minna, sem oft er á jaðri vinnumarkaðar. Og það hefur áhrif þegar atvinnuleysi eykst, þá missa innflytjendur frá fjarlægari deildum vinnuna fyrr. Hátt atvinnustig á Íslandi veldur því að áhrifin af þessu eru ekki merkjanleg.

Annað sem einkennir Ísland er lítill munur á atvinnuþátttöku kynjanna, bæði meðal innfæddra og innflytjenda. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn meiri meðal innflytjenda, mögulega vegna þess að fleiri börn eru í fjölskyldum þeirra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí