Í gærkvöld var Björgunarsveitin Lífsbjörg, Snæfellsbæ kölluð út í neyðartilvik vegna ferðamanns sem hafði ekki gætt að hættum hafsins og dagar uppi á flæðiskeri undan bænum Ytri Tungu, vinsælum stað til selaskoðunar, á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Þrír félagar úr Lífsbjörg fóru eins hratt og mátti verða í flotgalla og bundu sig saman með öryggislínu í land. Þeir óðu svo út og syntu að manninum. Þar tryggði björgunarsveitin öryggi hans með línu og svo var hersingin dregin í land af björgunarsveitarfólki, lögreglu og sjúkraliði í landi.
Fram kemur á vef Landsbjargar að þegar manninum hafði verið komið í land hafði flætt yfir hæsta hluta skersins sem hann hafði staðið á.
Ekki mátti tæpara standa.
Maðurinn var kaldur og blautur og fór á heilbrigðisstofnun í sjúkrabíl og reiðir vel af.
Í athugasemd með frétt Landsbjargar á facebook segir einn Íslendingur:
„Hvar værum við stödd án björgunarsveitanna?“
Og það er góð spurning.
Mynd: Landsbjörg