„Hvernig falleg mynd af ungri konu og tveim brosandi börnum getur framkallað annað eins hatur?“

Í gær deildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, myndinni sem sjá má hér fyrir ofan og skrifaði „Velkomin til Íslands“. Þetta fremur saklausa innlegg varð til þess að hún fékk yfir sig ógrynni af haturspóst. Hún greinir frá þessu á Facebook og skrifar:

„Miklar bölbænir voru mér fluttar í haturspósti sem settur var sem athugasemd við „Velkomin“ færsluna mína hér neðar. Var mér þar óskað ófarnaðar með orðum sem ég ætla ekki að heiðra með því að hafa þau eftir. Fast á eftir fylgdu fleiri athugademdir með hatursorðræðu í garð múslima og Palestínumanna.“

Hún notaði tækifærið og hreinsaði vinalistan en þegar upp er staðið er hún þó hissa á því hvernig falleg mynd geti framkallað slíkt hatur. „Jæja, ég hreinsaði vinalistann minn og athugasemdakerfið af þessari óværu enda líð ég ekki hatursorðræðu á minni síðu. Hvernig falleg mynd af ungri konu og tveim brosandi börnum sem komin eru í örugga höfn, getur framkallað annað eins hatur og heift er mér hulin ráðgáta. Og satt að segja furða ég mig líka á sumum öðrum ummælum sem hér hafa fallið,“ segir Ólína og bætir við að lokum:

„Rifjast þá upp fyrir mér orðtæki sem ég eitt sinn heyrði um að frammi fyrir hreinleikanum afhjúpist illskan – eitthvað í þá átt. Frammi fyrir giftusamlegri fjölskyldusameiningu umturnast fólk sem líklega þekkir hvorki né skilur inntak mannúðar. Mannúð er ekki ölmusa. Hún er kjarni mennskunnar, hafin yfir landamæri og kynþætti. Hún á ekki einusinni að vera val. Hún er skylda.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí