Kennarar mótmæla námi sem getuskiptir nemendum

Kennarastéttarfélög í Frakklandi stóðu fyrir eins dags verkfalli í byrjun mánaðarins til að mótmæla breytingum á menntastefnunni sem snúa að nemendum á aldrinum 6 til 11 ára.

Verkfallinu var beint gegn innleiðingu um að skipta börnum í hópa eftir námsgetu, sem vakið hefur áhyggjur um aukna mismunun. Þessi breyting minnir á eldri kerfi sem voru til staðar á Íslandi, þar sem nemendur voru flokkaðir í hraðferð, miðlungsferð, og hægferð, stundum nefndir „tossabekkir“.

Frumvarpið um menntakerfisbreytingar í Frakklandi, sem felur í sér flokkun nemenda eftir námsgetu, hefur verið samþykkt og er nú hluti af stefnu stjórnvalda.

Stjórnvöld í Frakklandi rökstyðja flokkun nemenda eftir getu sem leið til að mæta sérþörfum hvers nemanda, auka námsárangur og tryggja að allir fái viðeigandi menntun. Þetta er hluti af víðtækari áætlun um að draga úr menntunarójöfnuði og undirbúa nemendur betur fyrir framtíðina, hvort sem er á atvinnumarkaði eða í frekara námi.

Mynd: Frá verkfalls aðgerðum kennara 6. febrúar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí