Kennarastéttarfélög í Frakklandi stóðu fyrir eins dags verkfalli í byrjun mánaðarins til að mótmæla breytingum á menntastefnunni sem snúa að nemendum á aldrinum 6 til 11 ára.
Verkfallinu var beint gegn innleiðingu um að skipta börnum í hópa eftir námsgetu, sem vakið hefur áhyggjur um aukna mismunun. Þessi breyting minnir á eldri kerfi sem voru til staðar á Íslandi, þar sem nemendur voru flokkaðir í hraðferð, miðlungsferð, og hægferð, stundum nefndir „tossabekkir“.
Frumvarpið um menntakerfisbreytingar í Frakklandi, sem felur í sér flokkun nemenda eftir námsgetu, hefur verið samþykkt og er nú hluti af stefnu stjórnvalda.
Stjórnvöld í Frakklandi rökstyðja flokkun nemenda eftir getu sem leið til að mæta sérþörfum hvers nemanda, auka námsárangur og tryggja að allir fái viðeigandi menntun. Þetta er hluti af víðtækari áætlun um að draga úr menntunarójöfnuði og undirbúa nemendur betur fyrir framtíðina, hvort sem er á atvinnumarkaði eða í frekara námi.
Mynd: Frá verkfalls aðgerðum kennara 6. febrúar.