Mokgræða á fátækum á Íslandi: „Eitt það versta sem fyrirfinnst í okkar samfélagi“

„Það er mikilvægt að leigendur hafni endalausri aðför að lífsviðurværi sínu, þó að græðgismagar leigusalanna góli á meiri gróða þá látum við það ekki eftir þeim. Það er kominn tími á aðgerðir!“

Svo lýkir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, pistli þar sem hann bendir á gróði leigusala á Íslandi sé fyrir löngu búinn að taka út yfir allan þjófabálk. Nú taka leigusalar á Íslandi nærri tífallt hærri arð af eignum sínum en þeir sem fjárfesta í verðbréfum.

„Margir leigusalar leggja það í vana sinn að bera sig aumlega yfir því hversu lítið sé að hafa upp úr okrinu og ofbeldinu á leigumarkaði. Frá árinu 2011 hefur virði leiguíbúðar þó hækkað töluvert mikið meira en virði verðbréfa skv úrvalsvísitölu. En yfir lengri tíma er þó nokkurt samhengi á milli hækkunar á húsnæði og hækkun á verðbréfum,“ segir Guðmundur Hrafn og heldur áfram:

„En það sem leigusalar taka sér í arð af eignum sínum í gegnum leigutekjur er hinsvegar á bilinu 6-10 falt hærri en hjá þeim sem fjárfesta í verðbréfum. Arðurinn eða tekjur af eign er það gjald (eða einskonar vextir) fyrir að lána verðmæti. Á verðbréfamarkaði eru arðgreiðslur að meðaltali 0.4-1.0% af virði eignar (hægt að sjá á ársreikningum lífeyrissjóða). Á leigumarkaði eru arðgreiðlsur af virði eignar hinsvegar á bili 5-7%, eða eins og áður sagði að meðaltaltali um það bil tífalt hærri.“

Einn stór munur er þó á þessu tvennu, fjárfesting í verðbréfum skilar oft einhverju góðu út í samfélagið. Það sama má ekki segja um leigusölu, sú fjárfesting skapar bara ömurð. „Í tilviki fjárfesta á verðbréfamarkaði er verið að treysta á virði fyrirtækja í framleiðslu, þjónustu, flutningum og þess háttar. Innan úr stórum atvinnugreinum treysta fjárfestar á að fá góða ávöxtun og hóflegar arðgreiðslur. Á bakvið þær arðgreiðslur eru stærstu og ríkustu fjármálaöfl landsins, og/eða heimsins alls. Þar eru ásættanlegar aðrgreiðslur um 04-1.0% af virði eignar (0.7% að meðaltali frá árinu 2011 af fjárfestingum Almenna lífeyrissjóðsins í verðbréfum),“ segir Guðmundur Hrafn.

Afleiðingar af okurleigusölu má svo sjá víða í samfélaginu og bitnar í raun á öllum. „Á meðal leigusala hinsvegar, þar sem ægir saman verstu eiginleikum mannsins er krafan um að arðgreiðslur á leigumarkaði séu að meðaltali tíu sinnum hærri en á verðbréfamarkaði, …þrátt fyrir að búa við hærri ávöxtun en þar. Á bakvið þær arðgreiðslur eru hinsvegar heimili, foreldrar, fjölskyldur, ungt fólk, þar eru þúsundir fátækra barna í örvæntingu, fólk á vergangi, fólk í lífshættu og fólk sem býr við langvarandi heilsutjón af völdum leigusalanna sjálfra. En það skiptir þá engu máli, þeir sofa sæmilega svartir í augum undir vögguvísum mis-vel innrættra hagfræðinga sem segja að þeir eigi allan rétt á þessu,“ segir Guðmundur Hrafn.

„Kapítalistar sem ætla sér að græða á leigjendum eru hugsanlega það versta sem fyrirfinnst í okkar samfélagi. Ég varð þess áskynja um leið og ég kom á leigumarkað að staðan þar dregur fram það allra versta í mannlegu fari og það hefur bara versnað.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí