Lilja um Laufeyju: Risastór áfangi fyrir íslenskt menningarlíf

Þjóðarstolt Íslendinga vegna Grammy verðlauna Laufeyjar í gærkvöld fyrir plötuna Bewitched virðist vera á blússandi siglingu. Virðist sem árangurinn fari jafnvel langt með að bæta upp vonbrigðin að Ísland komist ekki á ólympíuleikana með handboltaliðið!

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra er í hópi þeirra sem hafa óskað Laufeyju til hamingju. Lilja segir verðlaunin risastóran áfanga fyrir Laufeyju en ekki síst íslenskt menningarlíf.

Margir tónlistarmenn og fagmenn hafa stigið á stokk og tjáð sig um afrek Laufeyjar sem enginn vissi að væri til fyrir nokkrum misserum. Lög hennar eru undir sterkum áhrifum af jazz. Hefur Laufey í viðtölum nefnt stjörnur sem voru þekktastar á miðri síðustu öld sem sumar helstu fyrirmyndir svo srm Ellu Fitzgerald.

Margir benda líka á að verðlaunin séu sigur fyrir tónlistarmenntun. Leitun er að menntaðri popp-manneskju en Laufeyju sem spilar á selló, gítar og mörg fleiri hljóðfæri og er alin upp í klassísku umhverfi.

Kemur víða fram á samfélagsmiðlum að Laufey hafi fundið kjarna tónlistarinnar sem hafi vikið fyrir auto-tune og útlitsdýrkun.

Mynd: AP

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí