Gluggagalleríið STÉTT opnar í klukkan fjögur í dag í glugga Vorstjörnunnar – Alþýðuhúss sem er til húsa í Bolholti 6, jarðhæð. Vorstjarnan – Alþýðuhús er félagsheimili ýmissa félagasamtaka og hagsmunafélaga svo sem Sósíalistaflokksins, Leigjendasamtakanna, Alþýðufélagsins og Samstöðvarinnar, Sósíalískra feminista, Pepp – félags fólks í fátækt, Immigrants in Iceland, styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar, mótmælahreyfingarinnar Við fólkið í landinu, Roða – félags ungra Sósíalista o.fl.
Fyrsta sýningin í Gluggagallerínu STÉTT er samsýning. Þar eru verk eftir eftirtalda listamenn: Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Steingrímur Eyfjörð, Jón Óskar, Ingibjörg Magnadóttir, Þrándur Þórarinsson, Hildur Hákonardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir, Sara Björnsdóttir og Egill Sæbjörnsson.
Í framtíðinni verða einkasýningar í gluggagallerínu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward