Yngsti Akureyrarmeistari frá upphafi sögu verður krýndur að lokinni síðustu umferð Skákfélags Akureyrar eftir tvo daga.
Þótt einni umferð sé enn ólokið hefur hinn 14 ára gamli Magnús Orri Óskarsson þegar tryggt sér titilinn eftir sigur gegn andstæðingi sínum í síðustu umferð.
„Sigur Markúsar er magnaður og er hann yngsti skákmaður sem tryggir sér Akureyrarmeistaratitilinn í 87 ára sögu þessa höfðuskákmóts bæjarins. Það er mikið afrek og við óskum honum til hamingju með það,“ segir Áskell Örn Kárason formaður Skákfélags Akureyrar.
Í umfjöllun skak.is um Magnús Orra kemur fram að hann hafi allra Íslendinga hækkað um flest ELO-stilg milli stigalista, 124 stig. Sú hækkun varð að veruleika áður en hann vann Akureyrarmótið.
Verður fróðlegt að fylgjast með þessu efni í framtíðinni en hugaríþróttirnar skák og bridds hafa sótt í sig veðrið meðal ungra iðkenda síðustu misseri hér á landi.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.