NATÓ gæti krafið Ísland um 85 milljarða í varnarmál

„Trump er óútreiknanlegur. Hann fer alltaf lengra. Hann sagði við NATÓ : „Við ætlum að loka sjoppunni bara. Við ætlum að hætta.“ Það sagði hann í kosningabaráttunni 2016. Við ætlum að loka þessari sjoppu og erum farnir.“ En ég held að hann vilji halda Bandaríkjunum í NATÓ. Honum svíður þó að þessi ríku lönd, eins og Þýskaland, sem er ekki fátækt land að þeir borgi sinn hlut. Að þau þurfi að auka sinn hlut og hann sé það bara „backup“, ef allt þrýtur.“

Svo svaraði Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri spurður við Rauða borðið um hvað hann telji að myndi helst breytast í utanríkistefnu Bandaríkjanna ef Donald Trump yrði kjörinn forseti á ný næstkomandi haust. Því fer fjarri að það sé sérstaklega ólíklegt. Þó margt geti breyst fram að kjördegi, þá er hann umtalsvert vinsælli í helstu sveiflufylkjum, þar sem úrlist kosninga í Bandríkjunum ráðast.

Hilmar Þór er ekki eini fræðimaðurinn sem telur góðar líkur á þessu. Þetta sagði einnig Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur í öðru viðtali í sama þætti Rauða borðsins. En hvað munu Íslendingar gera þá, ef Trump fær það í gegn að tvö prósent landsframleiðslu renni til varnarmála? Engin undanþága er til staðar fyrir Ísland hvað þetta varðar. Þá yrði aðild Íslands að NATÓ orðin ansi dýr, um 85 milljarða á ári.

En á hinn boginn bendir Erlingur á að eina staðreynd sem muni líklega alltaf spila stóra rullu í því hvernig varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna þróast. Staðreynd sem líklega er helsta rót þess að Íslendingar fá oft sérsamning þegar kemur að varnarmálum.

Ólíkt löndum eins og Afganistan eða Úkraínu þá skiptir Ísland máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Við erum á þannig stað, manstu þegar Trump ætlaði að kaupa Grænland? Meira að segja hann er búinn að átta sig á því að hvað þetta er mikilvægt svæði. Þeir sjá bæði Kínverja og Rússa fara um Norðurslóðir. Ísland hefur sérstöðu.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Hilmar Þór í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí