Ragnar: „Samtök atvinnulífsins settu okkur úrslitakost“

„Það voru fyrst og fremst forsenduákvæðin sem Samtök atvinnulífsins höfðu sett okkur úrslitakost með. Við í samninganefnd VR þurftum að taka afstöðu til þess hvort við værum tilbúin að fallast á þá nálgun og þá hugmyndafræði. Niðurstaðan var sú að við erum einfaldlega ekki tilbúin til þess.“

Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í viðtali við RÚV en stéttarfélagið hætti í dag viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Viðræður strönduðu á ólíkri sýn hvað varðar verðbólguviðmið. Að vísu var lítill sem enginn munur á þeirri sýn. VR vildi að hún yrði 4,72 prósent en SA  undir 4,95 prósent.

Líkt og fyrr segir þá fullyrðir Ragnar Þór að SA hafi sett VR afarkost um þetta atriði. Á hinn boginn gefur Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í skyn að viðræður hafi farið í hnút vegna ósveigjanleika VR.

„VR var búið að samþykkja launaliðinn og VR var líka búið að samþykkja það að nota verðbólguviðmið sem forsenduákvæði í þessum langtíma kjarasamningum. Það munaði 0,2 % á hugmyndum sem VR kynntu og svo því sem samkomulag náðist um,“ sagði Sigríður Margrét.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí