Rannsókn fer fram á ásökunum Ísraela

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt um sérstaka rannsókn á ásökunum Ísraelsmanna um að nokkrir starfsmenn UNRWA hafi átt hlut að máli í árásum í fyrrahaust.

Samtökin UNRWA voru stofnuð fyrir 75 árum til að aðstoða flóttamenn í Palestínustríðinu 1948. Þau veita tæplega sex milljónum palestínskra flóttamanna stuðning, ekki síst börnum, í stríði sem kallað hefur verið þjóðarmorð Ísraela á Palestínufólki.

Fram kemur í frétt Channel 4 að ásakanir Ísraelsmanna um að örfáir starfsmenn UNRWA hafi viðhaft brögð í tafli, rúmist á aðeins sex blaðsíðna skjali. Ísrael heldur fram að tólf af ríflega þrettán þúsund starfsmönnum stofnunarinnar á Gaza hafi tekið þátt í árásunum 7. október.

Harðlega hefur verið gagnrýnt að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra frysti fjárstuðning frá Íslandi til UNRWA um leið og ásökunin kom fram.

Bretland og Bandaríkin drógu fjárhagslegan stuðning sinn til baka. Norðurlöndin eru ekki á einu máli um afstöðu eða viðbrögð. Saklaust fólk geldur sem stendur fyrir grun um að ðrfáir starfsmenn hafi misnotað aðstöðu sína, sem verður nú fullrannsakað af hálfu Sameinuðu þjóðanna.

Samstöðin birti í gær viðtal við þrjár konur sem tókst upp á sitt einsdæmi að bjarga fjölskyldu frá Gaza á sama tíma og stjórnarandstaðan staðhæfir að íslenska ríkisstjórnin dragi lappirnar meðvitað við að fullnusta fjölskyldusameiningar.

Sjá hér: Segja auðvelt en ekki flókið að bjarga fólki frá Gaza – Samstöðin (samstodin.is)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí