Við slóum á þráðinn til Kairó þar sem rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir og blaðakonan María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hafa heimt móðir og þrjú börn hennar af Gaza. Þær lýstu í viðtalinu hvers vegna þær fóru út og hvernig staðið var að björgun móður og þriggja sona hennar, en faðirinn bíður þeirra nú á Íslandi.
Í viðtalinu segja þær álit sitt á aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda og hvetja þau til að bregðast við og bjarga því fólki sem er á Gaza og hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi. Þar til munu borgaralegar björgunaraðgerðir halda áfram. Bergþóra og Kristín munu koma heim með móðurinni og sonum hennar en María verður áfram í Kairó og vinna að því ásamt öðrum að frelsa fleiri frá Gaza.
Hafin er söfnun á vegum Solaris til að styrkja verkefnið fjárhagslega. Fólk getur lagt beint inn á sérstakan söfnunarreikning Solaris fyrir Palestínu eða með Aur appinu (mikilvægt að merkja aur færslur með Palestínu).
Reikningsnúmer: 0515-14-007470
Kennitala: 600217-0380
AUR: 123 7919151