Rússar flýja land í hrönnum – Aldrei fleiri sótt um hæli í Suður-Kóreu

Asía 26. feb 2024 Freyr Rögnvaldsson

Metfjöldi Rússa hefur sótt um hæli í Suður-Kóreu síðustu misseri. Fjöldi rússneskra hælisleitenda í landinu fimmfaldaðist á síðasta ári og voru Rússar fjölmennasti hópurinn til að óska eftir hæli í Suður-Kóreu það ár. 

Alls sóttur 5.750 Rússar um hæli í Suður-Kóreu á síðasta ári samkvæmt útlendingastofnun landsins. Árið áður, 2022, var fjöldinn 1.038. Það er meiri fjöldi en sótt höfðu um hæli í landinu í aldarfjórðung áður, á árabilinu 1994 til 2019. Ekkert lát er á umsóknum Rússa um hæli í landinu og voru þeir stærsti hópurinn til að sækja um hæli í Suður-Kóreu í janúar síðstliðnum.

Rússar eru ekki einir um að sækast eftir hæli í landinu en ekki höfðu fleiri sótt um hæli í Suður-Kóreu í átta ár. Stærstu hóparnir á eftir Rússum voru Kazakar, Kínverfja og Malasíubúar. Algengustu ástæðurnar sem gefnar eru upp fyrir hælisumsóknunum eru ofsóknir vegna trúarbragða og pólitískar ofsóknir. Ekki var gefið sérstakalega upp hvaða ástæður Rússar hefðu gefið fyrir hælisumsóknum sínum. 

Innflytjendalöggjöf í Suður-Kóreu er afar ströng, og á það við um þá sem sækja um hæli einnig. Síðustu þrjá áratugi hafa Suður-Kóresk yfirvöld aðeins veitt 4.052 hæli, en yfir 103 þúsund manns sóttu um hæli á því tímabili. 

Hundruð þúsunda Rússa hafa flúið land síðan innrás hers landsins inn í Úkraínu hófst fyrir tveimur árum. Margir þeirra eru að flýja herskyldu. Árið 2022 voru þannig fimm Rússar fastir í limbói á Suður-Kóreska alþjóðaflugvellinum Incheon, í nágrenni höfuðborgarinnar Seoul, hafandi flúið land til að komast hjá því að vera kvaddir í herinn. Þeim var neitað um hæli í Suður-Kóreu. Af ótta við að fara aftur til Rússalands dvöldu þeir í tæpa fimm mánuði á flugvellinum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí