Hundruð milljóna barna í hættu vegna hitabylgja

Asía 11. apr 2024 Freyr Rögnvaldsson

Spár um methita um alla Austur-Asíu og Kyrrahfssvæðið í sumar benda til þess að líf á þriðja hundrað milljóna barna séu í hættu. Þetta er mat skrifstofu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, fyrir svæðið. 

Síðustu daga hefur hiti farið yfir 40 gráður á Celsius víða á svæðinu, samfara miklum raka. Í ljósi þess að veðurspár gera ráð fyrir enn frekari og örari hitabylgjum næstu mánuði segir stofnunin að bregðast þurfi við. 

Að mati UNICEF eru 243 milljónir barna í hættu vegna hitabylgjanna, sem eru heitari, ákafari og lengri en áður hefur þekkst. Vegna þeirra eiga börn, sem þola hita mun verr en fullorðið fólk, á hættu ýmsa hitatengda kvilla og jafnvel dauða. Hið sama eigi við um þungaðar konur. Allir þurfi að vera á tánum af þessum sökum, foreldrar og forráðamenn, hið opinbera og alþjóðasamfélagið. 

Það eru ekki bara heilsufarslegir kvillar sem geta fylgt ofurhitum sem þessum, heldur valda hitabylgjur sem þessar einnig haft mjög neikvæð áhrif á einbeitingu og nám barna, sem aftur getur skaðað menntun þeirra. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí