Neðri deild tælenska þingsins heimilar samkynja hjónabönd 

Asía 27. mar 2024 Freyr Rögnvaldsson

Neðri deild tælenska þingsins samþykkti í dag frumvarp sem heimilar samkynja hjónabönd. Ef efri deild þingsins samþykkir einnig frumvarpið, og konungur Tælands staðfestir lögin, yrði Tæland fyrsta ríkið í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd, og aðeins þriðja landsvæðið í allri Asíu til að gera svo. Það ferli gæti þó tekið marga mánuði. 

Frumvarpið var samþykkt með miklum yfirburðum, 400 þingmenn greidddu frumvarpinu atkvæði sitt en aðeins 10 voru á móti. Frumvarpið var lagt fram af öllum stærstu flokkum Tælands.

Aðeins Tævan og Nepal heimila samkynja hjónabönd í Asíu. Lög þess efnis voru samþykkt í Tævan árið 2019 og í Nepal 2023. 

Tæland hefur orð á sér fyrir að vera hvað jákvæðasta land Asíu í garð samkynhneigðra og transfólks. Hins vegar segja talsmenn hinsegin samfélagsins í Tælandi að sú birtingarmynd sé ekki alls kostar rétt. Tælenski lög banni vissulega mismunun gagnvart fólki á grunni kynhneigðar en engu að síður mæti hinsegin fólk reglulega fordómum og jafnvel ofbeldi í íhaldssömu þjóðfélagi Tælands. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gerð hefur verið tilraun til þess að heimila samkynja hjónabönd í Tælandi. Árið 2020 úrskurðaði stjórnlagadómstóll landsins að gildandi lög, sem kveða á um að hjónaband sé milli karls og konu, væru í samræmi við stjórnarskrá. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí