Kínverjar auka enn útgjöld til hernaðarmála og hafa í hótunum við Taívan

Kínverjar hyggjast auka útgjöld sín til hernaðarmála um 7,2 prósent á næsta ári. Það var tilkynnt á árlegum fundi kínverska þingsins í dag. Útgjaldaaukningin er sú sama og á síðasta ári og hefur verið á svipuðu róli síðustu fimm ár. Útgjöld Kína til hernaðarmála eru hin næst mestu í heimi, á eftir Bandaríkjunum, en Kínverjar eyða um 222 milljörðum Bandaríkjadala til hernaðarmála. Það jafngildir um 30.591 milljarði íslenskra króna. 

Á sama tíma og útgjöldaaukningin var kynnt kvað einnig við enn harðari tón gagnvart Taívan en verið hefur að undanförnu hjá ráðamönnum kínverska kommúnistaflokksins. Stjórnvöld í Peking líta á Taívan sem hluta af Kína og halda á lofti kröfu sinni þar um, Xi Jinping Kínaforseti hefur lýst því að sameining Taívan sé óhjákvæmileg í sögulegu ljósi. Í vinnuskýrslu sem kynnt var á þinginu var talað um “friðsama sameiningu”, og sömuleiðis hétu stjórnvöld í Peking því að þau myndu með einbeittum hætti beita sér gegn nokkrum þeim aðgerðum sem miðuðu að sjálfstæði Taívan og utanaðkomandi afskiptum þeim tengdum. 

Mikill spenna er á milli Kína annars vegar og Bandaríkjanna, Taívan, Japan og annarra ríkja sem halda á lofti kröfum um yfirráð yfir Suður-Kínahafi. Er áframhaldandi hernaðaruppbygging Kínverja hvoru tveggja bein afleiðing af þeirri spennu, sem og til þess fallin að auka enn á hana. 

Á þinginu var einnig kynnt að hagvaxtarmarkmið Kína fyrir yfirstandandi ár væri 5 prósent. Gefa á út ríkisskuldabréf til sérlega langs tíma í ár að jafnvirði tæplega 20.000 milljarða íslenskra króna og stefnt er að áframhaldandi útgáfu næstu árin, í tilraun ríkisins til að ýta undir minnkandi hagvöxt í landinu. Á síðasta ári var hagvöxtur í Kína 5,2 en árið áður hafði hagvöxtur aðeins verið 3 prósent, á Covid-tímabilinu. Kommúnistastjórnin hefur einblínt á þörfina fyrir að einkaneysla aukist til að ýta undir efnahag landsins en þær væntingar hafa ekki staðist. 

Um þrjú þúsund þingfulltrúar sitja á þinginu, sem stendut í um það bil vikutíma. Samkoman er svokölluð stimpilsamkoma, það er að þingið hefur í praxís engin völd en er gert að samþykkja stefnu ráðamanna Kommúnistaflokksins. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí