Sænska ríkissjónvarpið brotlegt í umfjöllun um átök Ísraela og Palestínumanna

Sænska ríkissjónvarpið (SVT) braut gegn hlutleysisreglum sænskra fjölmiðla í umfjöllun sinni um átök Ísraela við Palestínumenn. Þetta er niðurstaða sænsku fjölmiðlanefndarinnar. Umfjöllun SVT um bakgrunn átakanna, sem sýnd var í fréttaþættinum Rapport, var samkvæmt nefndinn einhliða og stríddi gegn kröfunni um hlutleysi. 

Innslag um sögulegan bakgrunn átaka Ísraela og Palestínumanna var sýnt í fréttaþættinum hinn 7. október síðastliðinn. Innslagið var birt í ljósi hryðjuverkaárása Hamas-samtakanna og hernaðarviðbrögðum Ísraela sem viðbragði við þeim. Síðan þá hefur árásarstríð Ísraela á Gaza kostað tæplega 30 þúsund Palestínumenn lífið, þar af yfir 12 þúsund börn. Í árásum Hamas létust 1.139 Ísraelar og ríkisborgarar annarra landa, og 253 voru teknir í gíslingu. 

Í innslaginu í Rapport létu fréttamenn SVT hjá líða að nefna sögulegar staðreyndir um deilur Ísraela og Palestínumanna. Meðal annars tilgreinir fjölmiðlanefndin sænska sérstaklega að ekki hafi verið fjallað um hernám Ísraela á palistínsku landi og ekki heldur um landrán Ísraela. Af þeim sökum hafi umfjöllunin verið einhliða og telst hún ómerk. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí