Sérsveitin stendur vörð um Sjálfstæðismenn – Hringferð í skugga glimmerárásar

Á hverju ári er hefð fyrir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins fari í hringferð um landið. Ferðin veitir þingmönnum dýrmæta innsýn inn í líf venjulegra Íslendinga og er einnig tækifæri til að blanda geði við landsbyggðarmenn. Ætla má að hringferðin í ár verði síður heppileg til þess, þar sem íslenskir sérsveitarmenn fylgjast grannt með þingmönnum og jafnvel enn betur með sveitungum. Undir sakleysislegu yfirborði þeirra getur nefnilega leynst miskunnarlaus glimmer-árásarmaður.

Það er RÚV sem greinir frá þessu og hefur eftir Runólfi Þórhallssyni, yfirmanni greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að glimmer-árásin sé ein af ástæðunum fyrir því að sérsveitin hafi verið fengin til að verja æru Sjálfstæðismanna. Á dögunum var Bjarni á fundi við Háskóla Íslands sem fór úr böndunum eftir að mótmælendur tóku orðið af Bjarna. Svo kom árásin, einn þeirra kastaði rauðu glimmeri í átt að Bjarna. Afleiðingarnar voru að örþunnt lag af rauðu glimmeri sat á öxlum Bjarna. Jakkinn hefur vafalaust þurft að fara í sérstaka hreinsun eða henda honum.

Bjarni skrifaði stöðufærslu um málið stuttu síðar og var bersýnilega skelkaður. Hann biðlar til fólks að haga sér með þeim hætti að þetta geti ekki endurtekið sig. „Ég hafði ekki hugsað mér að tjá mig sérstaklega um umrætt atvik sem gerðist í gær á ráðstefnu sem efnt var til í tilefni af 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Öllum má ljóst vera að ég hef ekki orðið fyrir neinum skaða og ég hallast að því svona almennt séð, að þegar fólk fremur skemmdarverk, sem þessi mótmæli ótvírætt voru þegar ráðstefnan var slegin af, að best sé að gera því ekki hærra undir höfði en efni standa til. Forðast ætti það sem gæti verið hvatning fyrir viðkomandi til að halda áfram eða ganga lengra.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí