Sjálfstæðisflokkurinn sendi skilaboð til Venesúela um „að allir gætu bara komið til Íslands“

„Það hefur gripið um sig ákveðin taugaveiklun í Sjálfstæðisflokknum eftir að hv. þm. Kristrún Frostadóttir steig inn í umræðu um útlendingamál, málaflokk sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með í áratug og ekki náð að koma almennilegri stjórn á, hvort sem við lítum til sjónarmiða um mannréttindi eða bara til sjónarmiða um skilvirkni og skilvirka málsmeðferð. Nú segja Sjálfstæðismenn: Það er Samfylkingunni að kenna. Það er Samfylkingunni að kenna að við höfum klúðrað þessu.

 „Var það Samfylkingin, virðulegi forseti, sem sat í dómsmálaráðuneytinu þegar send voru skilaboð til Venesúela um að allir gætu bara komið til Íslands og fengið hér viðbótarvernd? Nei, það var Sjálfstæðisflokkurinn. Og við vitum hvað gerðist svo þegar fólk var látið bíða og bíða vegna vandræðagangs í stjórnkerfinu og kostnaður fór úr böndunum. Hér er auðvitað ekki við fólkið að sakast heldur stjórnsýsluframkvæmdina.“

Þetta sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi fyrr í dag. Þar vísar hann til þess að fyrir nokkrum árum bauð ríkisstjórnin fólki frá Venesúela að koma hingað og fá forgangsvernd. Það þýddi að íbúar í Venesúela fengu fjögurra ára dvalarleyfi,  afgreitt nánast sjálfkrafa. Þetta var liður í stuðningi ríkisstjórnarinnar við aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn ríkisstjórn Nicolás Maduro. Ljóst er að þessi stuðningur átti rætur sínar að rekja nær alfarið til Sjálfstæðismanna.

Í ræðu sinni sagði Jóhann Páll að þetta væri ekki eina dæmið um klúðurslega stjórnhætti hvað varðar útlendingamál. „Hér á Alþingi hafði Sjálfstæðisflokkurinn hugann við allt annað. Hann hafði ekki áhyggjur af þeim þáttum sem voru raunverulega að setja álag á verndarkerfið. Nei, hér í þessum sal var öllu púðrinu eitt í útlendingafrumvarp sem hefur aftur og aftur drepist í nefnd vegna ósættis milli stjórnarflokkanna, vegna þess að stjórnarmeirihlutinn gat ekki komið sér saman um breytingar á því,“ sagði Jóhann Páll og hélt áfram:

„Þegar frumvarpið var svo loks samþykkt og tók gildi þá rann auðvitað upp fyrir öllum, það sem hér hafði verið bent á, að frumvarpið skilaði ekki því hagræði og þeirri miklu skilvirkni sem Sjálfstæðismenn höfðu haldið fram. Það olli því hins vegar að fólk í viðkvæmri stöðu var látið hafast við í bílakjöllurum og gjótum meðan ráðuneytin í landinu slógust um það hvernig ætti að framkvæma lögin.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí