Spillt Sara Lind bjargar Rapyd á Íslandi

Það er ljóst að sniðgönguherferð gegn ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækinu Rapyd er farin að bíta. Auglýsingaferð fyrirtækisins og greinaskrif Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi benda eindregið til þess að reksturinn stendur valtari fæti eftir að eigandi fyrirtækisins lýsti yfir stuðningi við þjóðarmorð í Palestínu. Innan Facebook-hópsins Sniðganga fyrir Palestínu – BDS Ísland má nær daglega finna færslur þar sem greint er frá því að nýtt og nýtt fyrirtæki hafi ákveðið að beina viðskiptum sínum annað.

Innan þess hóps í gær var þó greint frá einni undantekningu frá þeirri reglu. Einn viðskiptavinur Rapyd hyggðist halda tryggð við félagið óháð ógeðfelldum yfirlýsingum eigandans: íslenska ríkið. Kona nokkur í fyrrnefndum hóp deilir skjáskoti af tölvupósti sem henni barst frá forstjóra Ríkiskaupa, Söru Lind Guðbergsdóttur. Þar greinir Sara Lind frá því að rammasamningur við Rapyd hafi verið framlengdur um eitt ár, frá og með gærdeginum. Ljóst er að íslenska ríkið hljóti að teljast meðal stærstu viðskiptavinum Rapyd á Íslandi og því ekki úr vegi að segja að þessi ákvörðun hafi bjargað Rapyd. Líklega hefur þessi eina ákvörðun Söru Lindar tryggt rekstur Rapyd á Íslandi, í það minnsta í eitt ár.

Samstöðin hefur áður fjallað um Söru Lind en skipun hennar sem forstjóri Ríkiskaupa er líklega eitt skýrasta og augljósa dæmið um pólitíska spillingu á síðustu árum. Sara Lind er innmúrðu Sjálfstæðiskona og algjörlega reynslulaus. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra réð hana án auglýsingar. Á síðasta ári hlaut hún mikla gagnrýni fyrir að reka reynslumesta starfsfólk Ríkiskaupa Ekki nóg með það þá hefur hlotið gagnrýni fyrir að misnota embættið til að slá pólitískar keilur, að sjálfsögðu í þágu Sjálfstæðisflokksins. Nánar má lesa um það hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí