„Þetta er kjaftshögg fyrir unglækna í Wales“

Unglæknar í Wales í stéttarfélaginu BMA Cymru Wales, undirbúa sig fyrir 96 klukkustunda verkfall sem hefst miðvikudaginn 21. febrúar, í kjölfar sambærilegs verkfalls í janúar.

Síðan 2009 hafa unglæknar í Wales staðið frammi fyrir þriðjungs launaskerðingu. Núverandi 5 prósenta launahækkunartilboð Velsku stjórnarinnar fyrir árið 2024-25, sem er neðan við verðbólgu og lægra en launahækkanir sem unglæknar í Englandi og Skotlandi hafa hlotið, 8,2 og 7,5 prósent.

Málið er ekki einungis um laun. Lág laun gera það erfitt að ráða og halda í starfsfólk, sem getur stofnað heilbrigðiskerfinu í Wales í hættu. Þetta er ekki eina málið sem unglæknarnir hafa áhyggjur af. Þeir ræddu einnig um vinnuálag, líðan, þjálfun og framgang starfsferils.

Talsmaður stéttarfélagsins sagði: „Við erum afar vonsvikin yfir því að Velska ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að leggja þetta tilboð fram þrátt fyrir að þau vissu að við myndum skýrt hafna því. Þetta er kjaftshögg fyrir unglækna í Wales sem hafa unnið sleitulaust í gegnum heimsfaraldurinn auk þess lagt sjálfa sig og fjölskyldur sínar í hættu til að sinna sjúklingum sínum. Þetta launatilboð er það versta í Bretlandi og sendir skýr skilaboð um að Velska ríkisstjórnin meti ekki lækna sína eða viðurkenni fórnir þeirra. Við höfum ekki annan kost en að auka baráttu okkar fyrir launaleiðréttingu.“

Talsmaður Velsku ríkisstjórnarinnar: „Við erum vonsvikin yfir því að BMA skuli hafa ákveðið að beita verkfallsaðgerðum. Við skiljum hversu sterkar tilfinningar læknar hafa og við viljum að læknar nái að endurheimta laun sín til fyrra horfs, en við verðum að vera raunsæ í því fjárhagslega álagi sem við stöndum frammi fyrir vegna faraldursins og útgjaldaendurskoðunar bresku ríkisstjórnarinnar. Fimm prósenta hækkunin fyrir árin 2024-25 er við mörk þess fjármagns sem við höfum og er hærri en launakjör annarra opinberra starfsmanna í Wales. Við þurfum meira fjármagn frá bresku ríkisstjórninni til að bjóða hærri launahækkun og við hvetjum BMA til að taka uppbyggilega þátt í að finna leið fram á við sem kemur í veg fyrir röskun á umönnun sjúklinga.“

Mynd: Verkfallsfundur Velskra unglækna haldinn 15. janúar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí