„Þið lifið í samfélagi sem að erlent vinnuafl skapar og viðheldur“

„Vinnuafl Eflingarfólks er alþjóðlegt. Þið lifið í samfélagi sem að þetta vinnuafl skapar og viðheldur með stöðugu framlagi sínu. Þið getið ekki valið að nota vöðvaaflið, heilaaflið og hjartaaflið sem að Eflingarfólk notar til að endurframleiða þjóðfélagið og neitað að fá tungumálið og upprunan með. Það er ekki hægt og aðeins veruleikafirt fólk getur talið sér trú um það. Ef þið viljið Eflingarfólk til að vinna vinnuna sem að þarf að vinna til að halda öllu gangandi er um pakkadíl að ræða: Heilinn, tungan og munnurinn fylgir með.“

Þetta skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á Facebook nú í kvöld. Þó það sé ekkert nýtt að félagsfólk Eflingar sé frá svo að segja öllum heiminum, þá má ætla að skrif Sólveigar beinist að þeim sem tala líkt og Ísland sé að sökkva vegna fjölda útlendinga. Sólveig bendir á að raunin sé einmitt þveröfug. Þjóðfélagið myndi lamast án þeirra. Sólveig skrifar:

„Í Eflingu erum við félagsfólk komin frá 144 löndum. Við erum fædd hér á Íslandi og við erum frá Póllandi, Litháen, Rúmeníu, Lettlandi, Filippseyjum, Vétnam, Thailandi, Úkraínu, Spáni, Venesúela, Portúgal, Króatíu. Við erum frá Bandaríkjunum, Hondúras, Ghana, Afganistan, Palestínu. Svo mætti áfram telja. Við erum ómissandi í allri verðmætaframleiðslu samfélagsins okkar. Við erum vinnuaflið og án okkar stoppar allt. Við vinnum við að byggja hús og leggja vegi. Við vinnu við að moka snjó og fjarlægja sorp. Við vinnum við að þrífa fyrirtæki, heimili og stofnanir. Við vinnum á kaffihúsum, börum og veitingastöðum. Við vinnum á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Við vinnum á höfninni og í verksmiðjum. Við vinnu á gistiskýlum og leikskólum. Við vinnum í skólum og búsetukjörnum. Við vinnum mjög mikið; Eflingarkarlar er með einn lengsta vinnutíma allra á þessu landi og 20% Eflingarkvenna eru í tveimur vinnum. Við erum augljóslega mjög dugleg.“

Hún segir einnig að það hafi ekki reynst sérstakur baggi að hafa félagsmenn sem hafa mismunandi móðurmál. „Við í Eflingu erum stolt af mörgu. En stoltust erum við af því að vera frá 144 löndum, tala ótal tungumál og hafa aldrei í eitt einasta skipti frá árinu 2018 litið á það sem vandamál, heldur stórkostlegan styrkleika og afl ólíkt öllu öðru á landinu. Áfram Efling, á öllum tungumálum, alla leið!,“ segir Sólveig.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí