Þingmaður segir Bjarna nota líf kvenna og barna sem pólitíska skiptimynt

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra notar líf barna og kvenna á Gaza sem pólitíska skiptimynt til að knýja fram harðari reglur til að koma í veg fyrir komu flóttafólks til landsins.

Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður pírata í umræðu um störf Alþingis.

Hún ræddi nú á fjórða tímanum að forsætisráðherra hefði sagt að það væri mjög flókið að aðstoða fólk sem hefur fengið dvalarleyfi hér á landi að komast til Íslands frá Gaza. Í tveimur viðtölum í gær við Bjarna Benediktsson í gær hefði hann útskýrt að fyrst þyrfti ríkisstjórnin að sammælast um að herða reglur um flóttafólk á Íslandi.

Bjarni er að „nota stálhnefann“ var orðalagið sem Þórhildur Sunna notaði um utanríkisráðherra. Hann sé að nota líf bágstaddra á stað sem hefur verið kallaður helvíti á jörð sem pólitíska skiptimynt til að ná fram lagabreytingum.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom Bjarna til varnar í umræðunni. Hann sagði að allt of lítið væri gert úr sókn fólks til Íslands sem vandamáli.

„Við verðum að átta okkur á því að verkefnið er að verða okkur ofviða, sérstaklega ef við breytum ekki reglum,“ sagði Jón Gunnarsson, fyrrum dómsmálaráðherra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí