Trump segir Rússa mega gera „hvern fjandann sem þeir vilja“ í Evrópu

Hvíta húsið hefur fordæmt ummæli Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem sagði í gær að hann myndi hvetja Rússa til að gera „hvern fjandann sem þeir vilja“ ef þeir réðust inn í NATO-ríki sem ekki greiddi nægar upphæðir til varnarsamstarfs NATO.

Trump læt ummælin falla á kosningafundi í Suður-Karólínu í gær. Þar hélt hann því fram að hann hefði á einhverjum tímapunkti í forsetatíð sinni átt samtal við forseta „stórs ríkis“ um skyldu bandamanna til að koma hverjum öðrum til varnar. 

Lýsti Trump þessum meintu samskiptum þannig að umræddur forseti hafi að sögn spurt hvort Bandaríkin myndu koma til aðstoðar ef Rússar réðust á landið, jafnvel þó ekki hefðu verið greiddar auknar fjárhæðir til NATO samstarfsins. Sagðist Trump hafa svarað með þessum orðum: „Nei, ég myndi ekki verja ykkur. Reyndar myndi ég hvetja þá til að gera hvern fjandann sem þeir vilja. Þið þurfið að borga.“

Í fordæmingu Hvíta hússins sagði að það að „hvetja til innrása morðóðra einræðisríkja á lendur helstu bandamanna okkur er hörmulegt og óhugnanlegt. Það ógnar öryggi Bandaríkjanna, stöðugleika á heimsvísu og efnahag okkar heima fyrir.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí