Þjóðverjar senda 5.000 hermenn til Litháen

Þjóðverjar hafa sett á fót herstöð í Litháen sem á að fæla Rússa frá því að ráðast að nýju á nágrannaríki sín. Gert er ráð fyrir að stöðin verði að fullu virk árið 2027 og þá muni verða þar um 5.000 hermenn. Fyrstu hermennirnir komu til Líthaén á mánudaginn og munu þeir vinna að uppsetningu herstöðvarinnar. 

Þetta verður í fyrsta skipti sem Þjóðverjar setja upp varanlega herstöð og senda hermenn út fyrir landsteinana í ótímabundinn tíma, að því er þýski varnarmálaráðherran Boris Pistorius sagði. Markmiðið er, sagði Pistorius, að fæla Rússa frá nýjum árásum á borð við innrás þeirra inn í Úkraínu. 

Í allt verða um 4.800 hermenn og um 200 borgaralegir starfsmenn í herstöðinni þegar hún verður að fullu virk. Tvö herfylki munu koma frá Þýskalandi en hið þriðja verður fjölþjóðlegt herfylki NATO-ríkjanna. 

Landamæri Litháen liggja bæði að rússneska héraðinu Kalíningrad, við Eystrasaltið, og að Belarús sem er í nánu bandalagi við Rússland. Að mati yfirstjórnar þýska hersins gerir þetta Litháen að einna viðkvæmasta ríkinu á austurmörkum NATO. NATO-ríkin hafa löngum litið á Suwalki-hliðið svokallaða, landamæri Litháen og Póllands sem liggja á milli Kalíníngrad og Belarús, sem hvað veikastan blett í vörnum NATO. 

Talsmaður stjórnarherrana í Kreml, Dmitry Peskov, sagði í yfirlýsingu að viðvera þýska hersins í Litháen myndi auka á spennu á svæðinu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí