Óbreyttir borgarar falla í Úkraínu – Reiði ríkir í röðum úkraínskra hermanna 

Sjö létust hið minnsta í loftárásum Rússa á borgir í Úkraínu í gærkvöldi. Sprengingar heyrðust snemma í morgun í borginni Kharkiv, er Rússar skutu flugskeytum á borgina. Hið sama má segja um borgina Saporizhia.

Árásirnar þar sem mannfall varð í gær voru gerðar annars vegar á Kharkiv og hins vegar á Odesa. Í Kharkiv létust tvær konur og fjórtán ára stúlka í loftárás sem gerð var á apótek og í Odesa létust fjórir, þar á meðal tíu ára gömul stúlka. Hátt í tveir tugir eru særðir og sumir alvarlega. 

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fordæmdi árásirnar og dauða óbreyttra borgara í venjubundnu myndbandsávarpi sínu í gærkvöldi. Sagði hann að ógnarverk Rússa héldu áfram dag og nótt. 

Breytingar á herskyldu vekja reiði

Reiði ríkir í röðum hermanna úkraínska hersins eftir að stjórnvöld afnámu ákvæði í lögum um herskyldu sem heimilað hefði hermönnum sem hafa barist á vígstöðvunum um lengri tíma að halda heim. Úkraínski herinn á við mikinn mannaflaskort að etja og stjórnendur hersins þrýstu á stjórnvöld af afnema ákvæðið sem veitti hermönnum sem höfðu verið við herþjónustu í þrjú ár möguleikann á að afskrá sig. 

Hermenn í úkraínska hernum hafa lýst því við erlendar fréttastofur að með því að afnema ákvæðið væri verið að draga úr baráttuþreki hermanna. Þeir hefðu margir hverjir nú barist linnulítið í rúm tvö ár á vígvellinum og væru orðnir mjög þreyttir, andlega og líkamlega. Fjölskyldur væru að sundrast þar að hjón hefðu ekki sést svo mánuðum, og jafnvel árum skipti. Óttast hermenn að breytingarna muni auka liðhlaup svo um muni. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí