Þrettán látin eftir flugskeytaárás Rússa – Zelensky ítrekar beiðnir um aðstoð

Þrettán manns hið minnsta eru látin eftir flugskeytaárás Rússa á borgina Chernihiv í norðanverðri Úkraínu. Stjórnvöld í Úkraínu kalla enn á ný eftir hjálp við loftvarnir sínar frá bandalagsþjóðum.

Ihor Klymenko innanríkisráðherra Úkraínu sagði í dag að byggingar, bílar og innviðir hefðu orðið fyrir skemmdum í árásinni og þá væru að minnsta kosti á sjöunda tug manns særðir eftir árásina. Starfandi borgarstjóri í Chernihiv, Oleksandr Lomako, lýsti því að þrjár öflugar sprengingar hefðu orðið á fjölförnum stað í borginni skömmu eftir 9:00 í morgun að staðartíma. 

Rússar hafa ekki gefið út yfirlýsingu vegna árásarinnar en stjórnvöld í Kreml hafa þráfaldlega neitað því að þau beini árásum sínum að almennum borgurum. 

Chernihiv er í um 150 kílómetra fjarlægð í norður frá höfuðborginni Kænugarði, nálægt landamærunum að Rússlandi og Belarús. Þar búa um 250 þúsund manns. 

„Þetta hefði ekki átt sér stað hefði Úkraína verið búin að fá fullnægjandi loftvarnarkerfi, og ef vilji þjóða heims til að standa gegn rússnesku ógninni hefði verið nægjanlegur,“ sagði Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti á samfélagsmiðlum og endurtók beiðnir sínar um slíkan stuðning enn á ný. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí